Wednesday, October 20, 2010

20. október

Veðrið kom mér í opna skjöldu í morgun. Blíðviðri og yfir frostmarki.
Ég sá í fréttum í gær að Reykjavíkurborg hefur áhuga á samfelldum stíg meðfram ströndinni. Tvö atriði varðandi það: Í fyrsta lagi þá er stígur víða meðfram ströndinni, reyndar ekki sérstakur hjólastígur nema á smá kafla. Tengingar á milli kafla eru hins vegar ömurlegar eins og frá Ægissíðu vestur á Seltjarnarnes og frá Granda vestur á Sæbraut. Svo má líka nefna Sæbraut austan Laugarness.
Einnig gæti þetta verið mjög góð byrjun á samstarfi sveitarfélaga varðandi þennan samgöngumáta.
Hins vegar finnst mér eiginlega liggja meira á almennilegum stofnbrautum hjólreiða á helstu samgönguleiðum og þá þvert á sveitarfélagamörk.

No comments:

Post a Comment