Thursday, October 21, 2010

21. október

Það var ansi svalt í morgun. Ég keypti mér vettlinga í gær í Everest. Spurðist fyrir um góða vettlinga á hjólið í kuldanum. Ekki spurning hvaða vettlinga ætti að nota að mati afgreiðslufólks og það sem betra var, þeir voru ekki fáránlega dýrir. Þeir stóðu hins vegar engan veginn undir væntingum í morgun og mér var ískalt á puttunum. Hvað gerir maður þá? Ég get sjálfum mér um kennt en góðir hjólavettlingar kosta orðið 9 þús kall. Ætti ég að kvarta við Everest. Sennilega. En ólíklegt að ég beri nokkuð úr býtum.
Annars lenti ég nánast í árekstri við annan hjólreiðamann í gær. Á mjög dæmigerðum stað í beygju við undirgöng við Sprengisand. Mér tókst að beygja framhjá honum en hann datt í götuna og var aumur í úlnlið á eftir. Hér má sjá hvernig aðstæður eru við svona undirgöng, þessi göng eru við hliðina: http://picasaweb.google.com/barkarson/Hjoladagbok#5382174533393454098 Yfirleitt eru stígarnir hannaðir þannig að það er vinkilbeygja inn í undirgöngin og því undantekningalítið um blindbeygjur að ræða. Þó maður sé á lítilli ferð þá er alltaf hætta á að annar hvor sé of innarlega í beygjunni. Þetta mætti leysa með leiðbeinandi merkingum eða aðvörunum.
Ég setti aukaljós aftaná hjá mér svo ég sjáist betur á götunni. Margir hjólreiðamenn eru með lítið ljós sem festist niður við afturöxulinn. Þau eru mjög léleg og sjást illa. Staðsetja þarf ljósin ofar, nálægt hnakknum.

No comments:

Post a Comment