Thursday, October 28, 2010

28. október

Ég var enn og aftur að hugsa um hvernig mismunandi ferðamátar fléttast saman á leiðinni í morgun. Á einföldum gangstígum er gangandi fólk og hjólandi. Fólk með hunda í bandi, börn, framhaldsskólanemar í hóp, hjólanördar að flýta sér og allt þar á milli. Á stígum þar sem hjólrein er aðgreind frá gangandi umferð er allur gangur á því hvort fólk heldur sig réttu megin, það á við um hjólandi, gangandi og hlaupandi. Hjólreiðamenn fara að öllu jöfnu hraðar en gangandi og því er mikið um framúrakstur. Vegna þess að hjólin eru nánast hljóðlaus þá er alls óvíst að þeir sem hjólað er fram úr séu meðvitaðir um tilvist þess sem fer fram úr.
Á götunni er bíllinn mjög ráðandi en nokkrir hjóla mikið á götum. Það er hins vegar allur gangur á hvernig þessi blöndun gengur. Margir bílstjórar sýna mikla tillitssemi en sumir missa þolinmæðina og reyna framúrakstur á slæmum stöðum, flauta eða hreyta hrakyrðum í hjólandi vegfarendur. Þeir sem hjóla eru sumir mjög illa búnir m.t.t. sýnileika, hvorki með endurskinsmerki eða ljós.
Ég hef stundum litið svo á að með því að vera mikið á ferðinni á hjóli og með því að haga mér þokkalega, vera vel sýnilegur, nota bjöllu, halda mig á hjólarein þar sem hún er en annars hægra megin þá stuðli maður að betri blöndun mismunandi ferðamáta. T.d. held ég að á hverjum degi veki ég einhvern til umhugsunar um að það séu aðrir ferðamátar. Það tekur t.d. tíma að átta sig á því hvernig ljós á reiðhjóli sjást í rökkri. Þau eru yfirleitt bjartari en bílljós, hreyfast hægt (m.v. bílljós) en það er hægt að rugla þeim saman við götulýsingu. Sama gildir um afturljós á reiðhjóli. Þegar ég þvera götu þá lærir kannski einhver bílstjórinn að stoppa bílinn ekki á þveruninni, heldur aftan við hana o.s.frv.
Blöndunin er held ég af hinu góða en hún krefst þess að allir vegfarendur séu þokkalega með á nótunum, fylgi þeim reglum sem eru í gildi og hagi sér eins og siðað fólk. Alger aðgreining ferðamáta er hins vegar hin einfalda lausn.

Sá þessa fallegu umfjöllun um hjólreiðamenn áðan í tengslum við óvísindalega könnun á notkun á hjólareinum í New York:
"There's a tendency to talk about people who ride bikes as though they're a lawless bunch of yahoos. This study is a breath of fresh air in showing that no, they are simply, like all other people, responding to an environment that doesn't always serve their needs. When you're driving, the extra space a bike lane offers is a matter of mobility and convenience; if you're riding a bike, it's a matter of being seen and staying alive.
People run red lights on bikes not out of wanton disrespect for the world's moral order, but because when you're riding in a sea of cars occupied by people who probably don't notice or care about your existence, you're much safer getting as far ahead as possible."

No comments:

Post a Comment