Monday, August 30, 2010

30. ágúst

Fyrir rétt rúmu ári síðan eða 28. ágúst 2009, setti ég inn fyrstu bloggfærsluna hér varðandi hjólreiðar til og frá vinnu (sjá hér). Alls eru síðan 168 bloggfærslur, sem er eiginlega færra en ég bjóst við. Inn í þetta spila síðan öll frí og mánaðar fæðingarorlof.
Það er svolítið fyndið að lesa þessar fyrstu færslur. Ég er að finna að því að framhaldsskólanemar taka upp stígana og gróður hangir inn á stígana í Elliðaárdalnum. Þetta er einmitt eitthvað sem ég skrifaði um í síðustu viku. Og ég var reyndar með ónýta bremsupúða fyrir ári síðan. Skipti einmitt í síðustu viku. Það er reyndar annar gangurinn þannig að það má reikna með tveimur göngum af púðum yfir árið þegar maður hjólar um og yfir 3000 km á árinu.
Samkvæmt gamla blogginu er ég kominn með ljósin á í lok ágúst. Best að bæta úr því.

No comments:

Post a Comment