Tuesday, August 24, 2010

24. ágúst

Kominn aftur í gang. Fullt af fólki á hjólum um kl. 8 í morgun og veðrið dásamlegt. Það er hins vegar komið haust í loftið, lykt af sölnuðu laufi, skuggarnir hafa lengst og skólakrakkar hvarvetna.
Í Elliðaárdalnum hangir allskyns villigróður inn á stígana, þistlar og eitthvert annað hávaxið illgresi með bleikum blómum.
Það surgaði í bremsunum að aftan og væntanlega kominn tími til að yfirfara hjólið fyrir haustið. Skipta um bremsuborða, fínstilla gírana og koma ljósum aftur á að framan og aftan.

No comments:

Post a Comment