Thursday, August 26, 2010

26. ágúst

Nú er kominn sá tími ársins sem hættulegustu einstaklingarnir eru komnir á kreik í umferðinni. Ungir bílstjórar, sem gjarnan eru að flýta sér í skólann. Það kemur best fram þegar maður þarf að þvera götur. Þá er hópur ungra bílstjóra sem hefur ekki snefil af tillitssemi við hjólandi fólk og ekur fyrir mann eins og ekkert sé sjálfsagðara. Smá pirringur hjá mínum í morgun sem er gott að fá útrás fyrir.
Eins er mikill fjöldi af framhaldsskólanemum á göngustígum á morgnana og seinnipartinn, oft margir saman og fylla alveg út í stíginn þannig að erfitt er að komast framhjá. Þá er bjallan nauðsynlegt tæki.
En nú er sumsé kominn tími á aðeins breytingu í fatavali fyrir hjólreiðaferðina. Loftið er kaldara og því þörf á fleiri lögum. Þunnur bolur og vindjakki yfir, jafnvel áberandi vesti. Ef einhver vindur er þá er betra að vera með buff undir hjálminum, svona yfir eyrun. Svo geta fingurgómarnir orðið kaldir ef maður er ekki með vettlinga. Það er t.d. lítið skjól í hjólagrifflunum mínum.

No comments:

Post a Comment