Friday, August 28, 2009

28. ágúst 2009 - Örlagadagur í íslenskri sögu

Þessi færsla á að vera prufukeyrsla áður en alvaran tekur við:

Veður: Norðanátt og kalt, fyrsti kaldi dagurinn í sumar en þurrt.

Umferð: Margir hjólandi. Bílum fjölgar dag frá degi, pirringur eykst í bílaröðunum og þar með minnkar tillitssemi. Afar fáir stoppa þar sem ég þarf að þvera götur. Blótaði einum.
Fólki á gangstígum fjölgar líka, aðallega framhaldsskólanemar. Erfitt að komast framhjá blaðrandi hálffullorðnu fólkinu sem fyllir þvert yfir stíginn. Þá er bjallan nauðsynleg en viðbrögð við henni eru oft blendin.

Öryggi: Hornið á Miklubraut og Reykjanesbraut er alltaf stórhættulegt þar sem hjólarar úr vestri koma á 30-40 km hraða fyrir blindbeygju og gróður hangir langt út á stíginn. Hægri umferð gildir líka á stígum. Betra að byrja að hafa afturljósið kveikt þar sem hjólað er á götunni. Þarf líklega að skipta um bremsuklossa, sarg í bremsunni að aukast.

Undirlag: Stígarnir og göturnar nokkurn veginn þurrar. Helst glerbrot hér og þar, sömu brotin og ég hjólaði yfir í júní. Hvernig væri að sópa einstaka sinnum?

Upplifun: Haust í loftinu. Gróður hallast inn á stígana, ekki síst illgresið í Elliðaárdalnum, hvar kanína skýst líka þvert yfir stíginn fyrir framan mig.

No comments:

Post a Comment