Wednesday, February 3, 2010

3. febrúar

Veður: Austan 4m/s og 1,6 stiga frost
Ferðatími: 23:10 mín
Meðalhraði 22,8 km/klst

Það var ansi mikil umferð í morgun og ég þurfti nokkrum sinnum að stoppa til að bíða eftir bílum. En skítakuldi.
Ég setti upp mynd sem sýnir meðalhraða alla hjólaða daga í janúar, annars vegar til vinnu og hins vegar heim. Meðalhraðinn til vinnu er um 23 km/klst en heim um 19 km/klst. Það er nokkur sveifla í þessu. Ástæðurnar geta verið margar en vindur ræður þar augljóslega nokkru. Einnig getur umferðin haft nokkuð að segja og ekki síður dagsformið.

No comments:

Post a Comment