Thursday, February 25, 2010

25. febrúar - snjór!

Veður: Austan 10 m/s og -5 stig, snjókoma.
Ferðatími: 30:05 mín
Meðalhraði: 18 km/klst

Það voru margir skaflar á leiðinni en sem betur fer viðstöðulítill snjór. Göturnar voru með afbrigðum erfiðar að hjóla þar sem bílar höfðu ekið. Þess vegna var skásti kostur að þræða gangstéttar og göngustíga þar sem lítil eða engin umferð hafði verið. Ekki var nú búið að moka marga stíga uppúr kl. 8, sem er nú ekki mjög metnaðarfullt af hálfu Kópavogs og Reykjavíkur. En ég verð að segja að mér finnst gaman að vera úti í þessu veðri, og ég þurfti bara ekkert að skafa eða bíða í umferðarteppu. 

No comments:

Post a Comment