Tuesday, February 2, 2010

2. febrúar


Veður: Austan 3 m/s og 1 stigs hiti
Ferðatími:22:10 mín
Meðalhraði: 23,7 km/klst

Það var svalt í morgun, austanáttin náði að vera mér mótstæð á kafla. Vindur er stúdía út af fyrir sig varðandi hjólreiðar og hönnun og skipulag hjólreiðastíga. Hvað eru ríkjandi vindáttir? Hvernig er míkróveðrið? Hvaða áhrif hafa mannvirki á vind? Hvernig má vega á móti áhrifum vinds á hjólaleiðum? Þetta er verðug stúdía, ekki síst hér á landi hinna miklu vinda.

Til gamans má geta þess að meðalvindhraði á mínum ferðum í janúar eru 5,6 m/s. Á bak við þessa rannsókn eru 28 athuganir. Ríkjandi vindáttir eru sunnan og austanstæðar, sérstaklega suðaustanátt. Meðalhiti er er 4,4 gráður í plús. Þetta gæti verið verra, svona í janúar.

No comments:

Post a Comment