Wednesday, February 24, 2010

24. febrúar - enn frost

Veður:NA 3m/s og -5,3 stig
Ferðatími: 22:33 mín
Meðalhraði: 23,6 km/klst

Frostið bítur í andlitið en birtan kemur sterk inn á þessum tíma, orðið vel sjónbjart um kl. 8. Það er svolítið vandasamt að klæða sig í svona veðri. Manni snarhitnar við hjólreiðarnar en að sama skapi kólna ákveðnir punktar hratt niður ef þeir eru ekki vel varðir. Vindvörn er í raun mikilvægust í þessu en hún myndar líka svita þannig að það er ekki bæði sleppt og haldið.

No comments:

Post a Comment