Tuesday, February 16, 2010

16. febrúar - 6 ára afmæli

Veður: Suðvestan 2m/s og 0,7 stiga hiti
Ferðatími: 23 mín sléttar
Meðalhraði: 23 km/klst

(Veit ekki hvað þetta er með 23 í dag) En í morgun opnaði 6 ára stelpan mín afmælispakka með hlaupahjóli. Ég fann ekkert annað en Hello Kitty dæmi og lét það gott heita. Hún valhoppaði síðan alla leið í leikskólann.
Allar aðstæður til hjólreiða voru uppá það besta í morgun. hægur vindur og autt. Svolítið svalt en ekkert til að gera veður út af. Ég sá ábendingu um það á danskri hjólasíðu að maður ætti að hjóla reglulega nýjar leiðir. Þá væri maður meira vakandi gagnvart umferðinni. Ég held þetta sé rétt. Ef maður hjólar sífellt sömu leið þá verður ferðin full vélræn og ósjálfráð.

No comments:

Post a Comment