Wednesday, June 9, 2010

9. júní

Bílaumferðin virðist hafa minnkað eitthvað, sennilega orðið minna um skólaskutl. Hins vegar er mjög mikil umferð hjólandi fólks á minni leið og á heimleiðinni í gær komu upp tvö tilvik þar sem hætta var á slysum. Þetta er einkum í tengslum við undirgöngin þar sem eru undantekningalítið blindbeygjur (sjá t.d. hér og hér).

Hvernig væri nú að gera eitthvað í því? T.d. væru viðvörunarskilti til bóta, hraðahindranireða speglar (sem sennilega yrðu brotnir jafnóðum). Reyndar eru hraðahindranir eins og undir Breiðholtsbraut og Suðurlandsveg mjög einkennilegar, hellusteinar sem er raðað mjög illa þannig að hjólið hristist í sundur. Þverrákir eru betri.

No comments:

Post a Comment