Thursday, June 3, 2010

3. júní

Skilyrði til hjólreiða í morgun voru upp á hið besta svo ég ákvað að spýta svolítið í og nota göturnar til þess. Með því að fara Suðurlandsbrautina og hitta á öll ljós græn þá var ég 16:36 mín niðureftir. Það var frekar lítil umferð en ég gat haldið á milli 30 og 40 km hraða nánast alla leið enda var meðalhraðinn um 30 km/klst. Hins vegar er ljóst að þessi hraði á alls ekki við á stígunum, bara þannig að það sé ljóst.

Veðrið um þessar mundir er alger snilld til hjólreiða, lítill vindur og milt veður. Ég tók saman meðalvindhraða (m/s) í öllum mánuðum frá áramótum. Þar kemur í ljós að vindhraðinn er mestur á leiðinni heim í janúar og almennt virðist hann meiri á leiðinni heim, sem er mjög óheppilegt þar sem þá er meira af leiðinni á fótinn, nema það sé meðvindur. Vindhraðinn er á hinn bóginn minnstur á leið til vinnu í maí, sem kemur ekki á óvar því maí var bara mjög hagstæður. Það er athyglisvert hversu lítill vindur er í febrúar en þá var hvað mestur snjór.

No comments:

Post a Comment