Tuesday, June 1, 2010

1. júní

Ætli sumarið sé ekki bara komið, líka í pólitíkinni?

Það var öskufall í gær. Hjólið var skítugt eftir daginn og ég var með ösku milli tannanna alla leiðina heim. Þá er að anda með nefinu sem aldrei fyrr.

Nú reynir á garðyrkjudeildir sveitarfélaganna að klippa gróður með stígum. Lauf á trjám og runnum geta verið helsta ógnin við umferðaröryggi á mörgum stöðum. Oft er gróðursett of nærri stígum, í beygjum, svo blindbeygjur myndast eins og hér. Það er gott dæmi um sambandsleysi milli garðyrkju og stígahönnunar. Nú eða bara hugsunarleysi almennt.

Ég tók saman að gamni smá tölfræði um hjólreiðarnar frá áramótum. Það kemur m.a. í ljós að ég hef hjólað flesta daga í janúar eða 19. Meðalhraði þessa mánuði er nokkuð breytilegur eða frá því að vera 22 km/kst á leið til vinnu í febrúar þegar færðin var hvað verst og upp í 26 km/klst. Meðalhraðinn heim er nokkru lægri en eykst úr 19 km/klst í janúar þegar suðaustanáttin er sterkust upp í 22 km/klst í maí. Maí er reyndar óvenjulegur þar sem þá hjóla ég mun fjölbreyttari leiðir en hina mánuðina.
 Ef við skoðum hjólaða km þá eru þeir einmitt langflestir í maí eða 435 en ekki nema 257 í apríl. Þá kemur líka inní páskafrí og önnur óregla. Alls hef ég hjólað 79 daga til og frá vinnu frá áramótum, að meðaltali 20 km/dag.

No comments:

Post a Comment