Monday, June 28, 2010

28. júní

Jæja, þá er maður kominn aftur af stað eftir viku frí.
Að baki er lengsta hjólaferðin hingað til, Reykjavík, Þingvellir, Kaldidalur, Húsafell, Arnarvatnsheiði, Núpsdalstunga. Alls um 200 km. Leggirnir, 54, 64 og 88 km. Tókum þetta á þremur dögum sumsé. Skemmtilegar leiðir í þessu. Kaldidalur með mikla hækkun og lækkun. Yfir 700 m hæð. Mjög skemmtileg hjólaleið frá Kalmannstungu, meðfram Norðlingafljóti og Hallmundarhrauni. Síðan taka við moldarslóðar og grýttir ásar alveg að Arnarvatni stóra. Stórfín leið. Norðlingafljótið er ekki vandamál, breitt vað en ekki djúpt. Versti hluti leiðarinnar er þegar komið er ofaní Austurárdal þar sem taka við grýttar eyrar og síðan var nýheflaður vegur með lausamöl síðustu 10 km. Það eru ekki kjörskilyrði.
Ég braut hins vegar framskiptinn á hjólinu og hjólaði því í öðrum gír alla leið frá Húsafelli og norður yfir. Þarf að skipta um það. Annars ekki mikið um skemmdir, smá beyglur og rispur hér og þar.

No comments:

Post a Comment