Monday, January 3, 2011

3. janúar 2011

Gleðilegt ár!
Veit ekki hvort ég blogga eitthvað á þessu ári um hjólaferðir, kannski bara þegar mig langar. En árið byrjar vel með mildu veðri, sem á reyndar að enda í kvöld með frostakafla út vikuna. Kannski fer ég í að blogga svona almennt um hjólreiðar nú eða samgöngur. T.d. hvort aðgengi að hjólastígum og almenningssamgöngum muni hafa áhrif á fasteignaverð á næstunni í ljósi fábreytni í fjárfestingakostum Íslendinga. Það er að mínu mati t.d. frekar undarlegt að nú sé skorin niður ákveðin grunnþjónusta í almenningssamgöngum, þegar fæstir hafa orðið ráð á að reka bíl, hvað þá tvo. T.d. koma lok á kvöldakstri vagna sér mjög illa fyrir ungt fólk sem er í alls kyns tómstundastarfi.

No comments:

Post a Comment