Friday, January 7, 2011

6. janúar

Þrettándi dagur jóla þetta árið er sennilega kaldasti dagur sem ég hef lifað hér á höfuðborgarsvæðinu. 10 stiga frost og norðan 10-18 m/s. Ég hjólaði heim og það var ekkert mál undan vindi en ef ég sneri lítillega á móti vindi þá beit frostið gríðarlega í andlitið. Ég mætti ekki nema einum hjólreiðamanni og hann var með hulið andlit og skíðagleraugu, sem betur fer fyrir hann. Hef sett það hér fram áður að kaldur mótvindur er versti óvinur hjólreiðamannsins.

1 comment:

  1. Fékk einmitt smá brain freeze á leið í vinnuna (hefur ekki gerst áður). Var með tvö buff daginn eftir og líka í morgun.
    Sá á uppgjörinu þínu að austlægar áttir eru rúm 60%, sem passar við mína upplifun. Hjóla oftast á móti vindi í vinnuna og fæ stundum meðvind heim. Þegar sól hækkar á lofti og hlýna fer svíkur meðvindurinn mig hins vegar oft því þá blæs af hafi.

    ReplyDelete