Friday, January 14, 2011

13. janúar

Heimleiðin í gær var í 11 m/s mótvindi. Þetta telst fremur mikill vindur og hvín nokkuð í eyrum. Þegar hjólað er í svona miklum vindi er kostur ef til staðar eru hjólaleiðir með trjágróðri í næsta nágrenni eða inní þéttri byggð. Verst er að vera á berangri eða milli hárra bygginga sem vindur á greiða leið á milli í formi vindhviða. Mótvindur hefur ekki hvað síst sálræn áhrif því maður mjakast ótrúlega áfram þrátt fyrir vindinn. Hann er hins vegar afar hvimleiður í eyrum og getur þannig haft lamandi áhrif.
En ég mæli með að trjágróður sé frekar regla en undantekning með hjólastígum hér á höfuðborgarsvæðinu, a.m.k. þar sem komið er út fyrir þéttustu byggðina.

No comments:

Post a Comment