Wednesday, January 12, 2011

12. janúar

Talandi um mengun. Það hefur verið talsvert svifryk á minni hjólaleið síðustu daga, einkum þar sem ég er nálægt Miklubraut og Reykjanesbraut en líka þegar kemur inn í Seljahverfið. Þetta er megnasti óþverri. Samkvæmt upplýsingavef Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur þá er svifryk (PM10) agnir sem eru minni en 10 míkrómetrar (µm) að stærð. Svifryk sem er 10 µm að stærð eru aðeins 1/6 af þvermáli hárs. Hérlendis hefur verið framkvæmd ein rannsókn á uppruna svifryks að vetrarlagi og kom þar eftirfarandi samsetning í ljós: malbik (55%), bremsuborðar (2%), sót (7%), salt (11%) og jarðvegur (25%). Þ.e. yfir 60 % allra mengunar að vetri til verður til vegna samgöngutækja og þar spila nagladekkin stórt hlutverk þar sem þau rífa upp malbikið.

Maður finnur þetta setjast inn í öndunarfærin og það er ekki gott að vita til þess að malbik og bremsuborðar sitji þar.En það gæti verið skynsamlegt að setja grímu fyrir vitin þegar ástandið er verst.

No comments:

Post a Comment