Wednesday, December 9, 2009

9. desember - sandur

Veður: Ekki mikið út á það að setja. Hiti hátt í 10 stig eða sirka 8. Vindur nokkur eða 7 m/s og austanstæður, mér fannst vera aðeins norðan í honum, sérstaklega eftir Skógarselinu.
Færð: Allur klaki farinn, naglarnir skerast í malbikaða stígana og rífa þá í sundur. Viðnámið eykst um ca 34% og meðalhraði lækkar um annað eins. Og hljóðið er ekki viðkunnanlegt, sargandi og sárt. Sandurinn eftir samviskusama bæjarstarfsmenn liggur eftir, tilgangslaus og til trafala, bíður eftir því að vera sópað burt í vor. Býður líka uppá að hjól djarfra hjólreiðamanna skríði til hliðar í beygjunum, detti jafnvel í götuna og skrapi læri og olnboga knapans. En Ísland er ófyrirsjáanlegt og þeim vorkunn sem eiga að þjónusta samgönguæðar eins og hjólreiðastíga.

No comments:

Post a Comment