Tuesday, December 15, 2009

15. desember - kuldapollar

Veður: Hæglætis veður og víðast hvar yfir frostmarki. Ekki þó í Elliðaárdal, sem er einstaklega gott dæmi um kuldapoll. Þó hvergi annarsstaðar sé hálka, þá getur verið hálka í Elliðaárdal. Kuldapollur er þegar kalt loft streymir að úr öllum áttum og safnast fyrir í lægð (sbr Elliðaárdalur), en heldur síðan áfram að kólna.
Færð: Í Salahverfi voru litlir hálkublettir hér og þar. Þegar neðar dró varð hálkan samfelldari. Ekki til vandræða þó.

No comments:

Post a Comment