Monday, December 7, 2009

7. desember - aftur af stað

Fæðingarorlofið búið í bili og þá segir konan: "skemmtu þér vel í vinnunni". Kominn á nagladekk og ekkert að vanbúnaði.
Veður: Kyrrt og hiti í kringum frostmark. Mikil ísing, nema á fjölförnustu götum sem búið er að salta.
Ég líki því ekki saman hversu stresslaus ferðamáti hjólreiðarnar eru miðað við bílismann. Á þessum tíma er helst að illa upplýstir vegfarendur, gangandi eða hjólandi, séu ógn við umferðaröryggi. En ferðin í morgun gekk sumsé vel. Þarf aðeins að aðlaga klæðnaðinn, var orðinn kófsveittur af lítilli áreynslu og það má segja að reglan sé að manni eigi að verða kalt í kyrrstöðu, þá sé maður líklega hæfilega klæddur fyrir hjólreiðar.

No comments:

Post a Comment