Friday, December 18, 2009

18. desember - ekkert að skafa

Veður: Bíleigendur þurftu flestir að skafa í morgun. Það var froststilla, heiðskírt og afar huggulegt.
Ég var aðeins of léttklæddur. Þá kom í ljós að nárinn er hvað opnastur fyrir kælingu þegar hjólað er. Thermo buxurnar mínar þyrftu að vera með fóðri á þessu hluta og jafnvel á hnjánum líka. Fingurgómarnir eru líka viðkvæmir. Mér sýnist að léttur ullarbolur, sá þynnsti frá Devold, og vindstopper frá Cintamani séu mjög góð samsetningí svona veðri. Buxur þurfa að vera léttari. Hjólabuxur er mjög góðar en það gæti verið skynsamlegt að taka vindkælinguna af með þunnum utanyfirbuxum. Ullarsokkar eru bara málið og ég er með frekar dapra flíshanska. Það væri betra að vera með vindhelda hanska. Hausinn þarf síðan að klæða nokkuð vel, einkum um eyrun og hálsinn. Ég er með tvöfalda klæðningu af buffi, annað ofan á kollinum og niður fyrir eyru, hitt um hálsinn og upp fyrir eyru. Þannig næ ég tvöföldu um eyrun.

No comments:

Post a Comment