Thursday, June 27, 2013
Hjólað í maí og júní
Samkvæmt dagatalinu mínu hjólaði ég 19 daga í maí, sem gera um það bil 380 km. Í júní eru þetta 11 dagar og því um 220 km. Þannig hef ég hjólað 600 km samtals í þessum tveimur mánuðum. Þá eru þetta orðnir tæplega 1.800 km til og frá vinnu á árinu þegar það er hálfnað. Nú tekur við dauður mánuður en markmiðið má vel setja á 3.500 km.
Thursday, May 2, 2013
Hjólað í apríl
Samkvæmt lauslegri úttekt á ástundun í apríl þá hef ég hjólað 19 daga af 20 vinnudögum. Það eru um 380 km sem er bara ágætt held ég. Þetta gerir alls 1175 km á þessu ári. En eins skrítið og það er þá fer hjóluðum dögum í hverjum mánuði að fækka héðan í frá. Það gera allskonar frí.
Thursday, April 11, 2013
11. apríl
Ég prófaði til gamans aðra leið, hjólaði Fossvoginn, út í Nauthólsvík, Hlíðarenda og svo í gegnum Þingholtin. Að mestu leyti fín leið en um 1,5 km lengri en sú sem ég hef farið, og meiri hæðabreytingar.
Wednesday, April 3, 2013
3. apríl
Nú er hjólaleiðin Blásalir - Skuggasund orðin nokkuð mótuð. Ég fylgi áður þekktri leið gegnum Seljahverfi og Mjódd, niður í Elliðaárdal og undir Reykjanesbraut við Sprengisand. Svo liggur leiðin meðfram Suðurlandsbraut að norðanverðu og síðan Laugavegi. Þá taka málin að flækjast örlítið en þegar kemur niður í 101 þá eykst tíðni umferðarljósa og einstefnugatna verulega. Þá reynir á hvort löghlýðni eða skilvirkni vegur þyngra. Ég hjóla síðan Hverfisgötuna alveg vestur á Klapparstíg. Það verður að segjast eins og er að Hverfisgata er orðin heldur þreytt. En mér sýnist þetta vera fljótlegasta leiðin. Er ekki búinn að mæla þetta með óyggjandi hætti en geri ráð fyrir að þetta séu um 10 km. Ferðatíminn er sennilega um 25-30 mín.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er ekki langt komið í þjónustu við hjólandi starfsmenn. Hér er afar döpur aðstaða til að geyma hjólin úti, eingöngu gjarðabanar og því best að festa hjólið við næsta ljósastaur, sem eru reyndar ekki margir. En hér er alveg þokkaleg sturtuaðstaða. Mættu vera skápar til að geyma í föt og slíkt. Mér skilst að hér sé styrkur í boði fyrir þá sem hjóla vegna rekstrarkostnaðar en að hann sé ekki greiddur út fyrr en eftir ár. Þess má geta að ráðuneytið kaupir strætókort fyrir starfsmenn sem nýta þann samgöngumáta strax en ekki eftirá. Gott að halda þessu til haga.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er ekki langt komið í þjónustu við hjólandi starfsmenn. Hér er afar döpur aðstaða til að geyma hjólin úti, eingöngu gjarðabanar og því best að festa hjólið við næsta ljósastaur, sem eru reyndar ekki margir. En hér er alveg þokkaleg sturtuaðstaða. Mættu vera skápar til að geyma í föt og slíkt. Mér skilst að hér sé styrkur í boði fyrir þá sem hjóla vegna rekstrarkostnaðar en að hann sé ekki greiddur út fyrr en eftir ár. Þess má geta að ráðuneytið kaupir strætókort fyrir starfsmenn sem nýta þann samgöngumáta strax en ekki eftirá. Gott að halda þessu til haga.
Wednesday, March 27, 2013
27. mars
Þessi marsmánuður er ekki hinn mikli hjólamánuður. Óhagstæður í nokkra daga vegna snjóalaga og óveðurs, sem gerist nú sjaldan hér. Svo ráðstefnur úti á landi. Þannig að í heildina voru þetta ekki nema einhverjir 9 dagar í mánuðinum. Það er nú afar slappt. Þetta gerir sennilega u.þ.b. 180 km, sem er óásættanlegt ætli maður sér að ná 3000 km á árinu til og frá vinnu.
En allar aðstæður eru orðnar hagstæðar, fyrir utan svona smávegis vegavinnu með Laugavegi, sem er satt að segja orðin nokkuð langdregið dæmi.
En allar aðstæður eru orðnar hagstæðar, fyrir utan svona smávegis vegavinnu með Laugavegi, sem er satt að segja orðin nokkuð langdregið dæmi.
Monday, March 25, 2013
25. mars
Nagladekkin fóru undan í gær, alltaf sama frelsunin að losna við þau. Bæði minnkar hljóð og viðnám. Hraðinn verður því heldur meiri sem og almenn ánægja.
Monday, March 4, 2013
4. mars
Ég hjólaði 18 daga til og frá vinnu í febrúar. Það gerir um 325 km. Nú er ég hins vegar búinn að skipta um vinnu og hjóla heldur lengra, alveg niður í Skuggasund. Hef ekki enn skilgreint bestu leiðina en sennilega er það Skúlagatan. Allavega bætast væntanlega við um 2 km á dag.
Subscribe to:
Posts (Atom)