Wednesday, March 30, 2011
30. mars
Mars á þessu ári er sennilega slakast hjólamánuðurinn minn síðustu tvö árin. En nú er vor í lofti og kannski kominn tími á að fjarlægja nagladekk.
Wednesday, March 16, 2011
16. mars
Hjólaði loksins til vinnu eftir langt hlé. Snjór og frekar slakt færi. Best mokað frá Álfabakka að Miklubraut. Annarsstaðar lélegt.
Monday, February 14, 2011
14. febrúar
Það var slabb á stígum og fáfarnari götum og frekar erfitt að hjóla í þessu færi. Þess vegna voru fjölfarnari götur freistandi valkostur, alauðar en blautar. En þetta gekk allt slysalaust fyrir sig.
Ég skipti um bremsupúða að aftan í gær, það er u.þ.b. akkúrat 3 sett á einu ári. Þeir endast sumsé ca 1000 km.
Ég skipti um bremsupúða að aftan í gær, það er u.þ.b. akkúrat 3 sett á einu ári. Þeir endast sumsé ca 1000 km.
Monday, February 7, 2011
4. og 7. febrúar
Heimferðin á föstudag var sú versta hingað til á hjóli. stígarnir höfðu ekki verið mokaðir síðan um morguninn og eftir það kyngt niður snjó. Ég teymdi hjólið talsverðan spöl en endaði á því að taka strætó í Mjódd.
Mánudagsmorguninn var ekki mikið betri, illa og óreglulega mokað um kl. 8. Ekki er alltaf ljóst hvað ræður vali á leiðum sem eru mokaðar. Þarna reynir á fagmennsku og skipulag í snjómokstri. Þetta eru ekki margir dagar á ári en gaman ef það gæti gengið nokkuð greiðlega að moka á þeim dögum. Það voru bara nokkrir á hjóli í morgun, ótrúlegt en satt.
Mánudagsmorguninn var ekki mikið betri, illa og óreglulega mokað um kl. 8. Ekki er alltaf ljóst hvað ræður vali á leiðum sem eru mokaðar. Þarna reynir á fagmennsku og skipulag í snjómokstri. Þetta eru ekki margir dagar á ári en gaman ef það gæti gengið nokkuð greiðlega að moka á þeim dögum. Það voru bara nokkrir á hjóli í morgun, ótrúlegt en satt.
Friday, February 4, 2011
4. febrúar
Snjórinn er skemmtilegt viðfangsefni þegar kemur að hjólreiðum. Reiðhjól henta frekar illa sem farartæki í snjó en auðvelt er að þeytast í gegnum nýfallna mjöll ef undirlagið er þokkalegt. Snjómokstur er því eiginlega forsenda fyrir því að hægt sé að komast á milli staða ef snjór er viðvarandi á leiðinni. Þetta má kalla staðreynd og ef litið er til nágrannaríkjanna t.d. í Skandinavíu þá er snjómokstur á hjólastígum forgangsverkefni. Hér á landi er það yfirleitt afgangsstærð. Snjó er jafnvel mokað yfir stígana. Í snjó er mjög hættulegt að hjóla á götum. Bæði er hætta á að maður detti og einnig er erfiðara að stöðva bíla ef t.d. hjólreiðamaður dettur fyrir framan bílinn. Öryggisins vegna er því mjög mikilvægt að farið sé snemma morguns af stað og mokaðir a.m.k. helstu stígar. Það eru ekki sömu tæki í stígamokstri og göturmokstri og því erfitt að sjá að þetta geti ekki gerst á svipuðum tíma.
Thursday, February 3, 2011
3. febrúar
Snjór og fínt veður. Færðin kannski ekki upp á það besta. Sumsstaðar alls ekki búið að moka og annarsstaðar skafið vel og vandlega. Þegar færðin er svona þori ég ekki að hjóla á götunni og fer því upp á gangstétt. Þær eru hins vegar þess eðlis að mjög erfitt er að moka þær vel, mishæðir og kantar. Betra væri að hafa brautir sem liggur vel við að skafa.
Wednesday, January 19, 2011
18. janúar
Mikill mótvindur á heimleiðinni í gær og líka snjór. En það var yfirleitt þokkalega hreinsað af stígunum. En heimferðin var drjúgerfið.
Subscribe to:
Posts (Atom)