Monday, February 7, 2011

4. og 7. febrúar

Heimferðin á föstudag var sú versta hingað til á hjóli. stígarnir höfðu ekki verið mokaðir síðan um morguninn og eftir það kyngt niður snjó. Ég teymdi hjólið talsverðan spöl en endaði á því að taka strætó í Mjódd.
Mánudagsmorguninn var ekki mikið betri, illa og óreglulega mokað um kl. 8. Ekki er alltaf ljóst hvað ræður vali á leiðum sem eru mokaðar. Þarna reynir á fagmennsku og skipulag í snjómokstri. Þetta eru ekki margir dagar á ári en gaman ef það gæti gengið nokkuð greiðlega að moka á þeim dögum. Það voru bara nokkrir á hjóli í morgun, ótrúlegt en satt.

No comments:

Post a Comment