Friday, February 4, 2011

4. febrúar

Snjórinn er skemmtilegt viðfangsefni þegar kemur að hjólreiðum. Reiðhjól henta frekar illa sem farartæki í snjó en auðvelt er að þeytast í gegnum nýfallna mjöll ef undirlagið er þokkalegt. Snjómokstur er því eiginlega forsenda fyrir því að hægt sé að komast á milli staða ef snjór er viðvarandi á leiðinni. Þetta má kalla staðreynd og ef litið er til nágrannaríkjanna t.d. í Skandinavíu þá er snjómokstur á hjólastígum forgangsverkefni. Hér á landi er það yfirleitt afgangsstærð. Snjó er jafnvel mokað yfir stígana. Í snjó er mjög hættulegt að hjóla á götum. Bæði er hætta á að maður detti og einnig er erfiðara að stöðva bíla ef t.d. hjólreiðamaður dettur fyrir framan bílinn. Öryggisins vegna er því mjög mikilvægt að farið sé snemma morguns af stað og mokaðir a.m.k. helstu stígar. Það eru ekki sömu tæki í stígamokstri og göturmokstri og því erfitt að sjá að þetta geti ekki gerst á svipuðum tíma.

No comments:

Post a Comment