Thursday, January 31, 2013

31. janúar

Nú er janúar á enda runninn, óhemju hratt að mínu mati. Ég hjólaði til og frá vinnu 16 daga í mánuðinum, fjórir vinnudagar fóru í veikindi hjá börnunum og einn daginn kom ég á bíl! Árið byrjar þokkalega að þessu leyti og ég þá væntanlega búinn að hjóla um 290 km á árinu.
Færðin hefur verið alveg þokkalega það sem af er ári. Oft reyndar hált og vindur en að mestu laust við snjó.

Thursday, January 3, 2013

3. janúar 2013

Staða hraðamælis um áramót er 8430 km. Síðustu áramót var mælirinn í 5750 km. Það þýðir að ég hef hjólað um 2700 km á síðasta ári. Það er ekki alveg 3000 km markmiðið sem ég setti en svona allt í allt eru þetta um 300 ferðir eða um 150 dagar. Það er kannski viðunandi ástundun?

Tuesday, October 30, 2012

28. október

Nagladekkin sett undir. Það er aldrei fagnaðarefni, talsvert erfiðara að hjóla, en öryggisins vegna þori ég ekki að vera lengur ónegldur.

Monday, October 1, 2012

1. október 2012

Þennan síðasta ársfjórðung, júlí-september hjólaði ég 540 km.

Wednesday, September 26, 2012

20. ágúst 2012

Vegna þrálátra veikinda framdekksins sem lýsti sér í loftleysi ákvað ég að segja skilið við téð dekk og fékk mér mjórra og mynstraðra dekk í Útilíf. Það kostaði nú ekki nema um 8000 kr.

21. september - Hjólað til framtíðar

Ég tók þátt í skemmtilegri ráðstefnu föstudaginn 21. september, Hjólað til framtíðar. Hér er tengill inn á dagskrána og glærur fyrirlesara.
Sjálfur var ég með erindi sem bar heitið: Hjólað til og frá vinnu: Vísindaleg reynslusaga með ögn af tilfinningasemi. Glærurnar eru hér

Monday, September 3, 2012

3. september 2012

Talsvert rok í morgun en Veðurstofan segir samt ekki nema 6 m/s kl. 8 í morgun. 13 m/s í hviðum. En í þessari vindátt, suðaustan, er létt fyrir mig að hjóla til vinnu. Þetta er svona hauststemning.