Thursday, January 31, 2013

31. janúar

Nú er janúar á enda runninn, óhemju hratt að mínu mati. Ég hjólaði til og frá vinnu 16 daga í mánuðinum, fjórir vinnudagar fóru í veikindi hjá börnunum og einn daginn kom ég á bíl! Árið byrjar þokkalega að þessu leyti og ég þá væntanlega búinn að hjóla um 290 km á árinu.
Færðin hefur verið alveg þokkalega það sem af er ári. Oft reyndar hált og vindur en að mestu laust við snjó.

No comments:

Post a Comment