Friday, October 31, 2014

31. október

Veturinn minnti á sig í október. Nagladekkin komin undir 19. október sem er óvenju snemmt. Reyndi svo sem ekki mikið á þau nema einn dag á þessum tveimur vikum. Ástundunin datt enda niður seinnipart mánaðarins. Alls hjólað 13 daga af 23 sem er óvenju lélegt. 56% er alls ekki gott. En þetta eru 260 km. og heildarvegalengdin því komin í 2730 km.

No comments:

Post a Comment