Thursday, April 3, 2014

3. apríl

Marsmánuður var dálítið brokkgengur. Síðasta vikan fór í ferðalög þannig að þá var lítið hjólað. En þetta voru 15 dagar eins og í febrúar eða 300 km. Það eru þá 880 km á árinu so far. Ástundunin, eða þannig, er því 71% í mars.
Nú er hins vegar svo komið að snjór og klaki eru á brott í bili. Naglar því heldur til óþurftar en gagns. Til upprifjunar þá tók ég naglana undan 23. mars í fyrra. Hér með er því tekin sú ákvörðun, nema spáin verði eitthvað sérlega óhagstæð í kvöld, að taka bara nagladekkin undan.

No comments:

Post a Comment