Friday, May 27, 2011

27. maí

Það er aftur komið vor. Hjólaferðin í morgun var bara mjög ánægjuleg m.t.t. veðurs og vorilmur í lofti. Ég hef velt því fyrir mér hversu miklu mjög góðar hjólareinar breyta varðandi ferðatíma og öryggi hjá þeim sem stunda samgönguhjólreiðar. Ég veit það sjálfur að ég er mun fljótari í ferðum ef ég hjóla á götum, nema ef ég hitti afar illa á umferðarljós. Sem dæmi tekið þá hef ég verið allt að 35 mínútur á leiðinni heim úr vinnu í slæmri færð og allt niður í rúma 21 mínútu. Þarna munar 14 mínútum eða yfir 60% í ferðatíma. Þetta hins vegar þýðir að þegar best gerist þá er ferðahraði mjög mikill og hentar alls ekki á stígum með blandaðri umferð m.t.t. öryggis. Ef meðal ferðahraði á hjóli er 25-30 km/klst þá er maður kannski ekki í takt við hægari umferð.

No comments:

Post a Comment