Monday, May 2, 2011

2. maí

Það var slabb á fáfarnari stígum í morgun. Annars var færið bara þokkalegt. Ég sá ekki hjólreiðamann fyrr en á brúnni yfir Miklubraut, hélt að hjólaumferðin væri orðin meiri en þetta.
Ég ræddi við frænda minn í gær um rafmagnsreiðhjólin sem eru að koma sterk inn. Þessi tæki fara þokkalega greitt yfir og það á frekar slökum göngu-/hjólastígum. Ég er ekki sannfærður um að þetta sé heppilegt og kannski kristallar enn frekar þörfina á sérstökum hjólareinum. Slysin á þessum leiðum eru afar illa kortlögð og enginn hefur yfirsýn yfir fjölda hjólreiðaslysa á hjólastígunum. Þetta er afleitt. En Rannsóknanefnd umferðarslysa fékk víst styrk frá Vegagerðinni til að vinna slíka úttekt. Vonandi að það gangi eftir og skili sér síðan inn í hjólreiðaáætlun höfuðborgarsvæðisins.

No comments:

Post a Comment