Wednesday, July 7, 2010

7. júlí

Ansi hreint hvasst í morgun. Það myndast svo mikill vindstrengur eftir Mjóddinni í nánast öllum vindáttum svo maður lendir pottþétt í mót- eða meðvindi og honum miklum ef það fer yfir 4m/s. En þetta hefst nú alltaf.
Áhrif vindsins á hjólaferðina eru e.t.v. ekki ofmetin þar sem um er að ræða andleg ekki síður en líkamleg áhrif. En ef maður spáir í ferðatíma í svona dæmigerðum ferðum til og frá vinnu sem oft taka 10-20 mín þá hefur vindurinn ekki gríðarleg áhrif. Við verstu aðstæður var ég 39 mínútur á leiðinni heim 5. mars í vetur en þá voru 10 m/s mótvindur, slapp og vond færð. Við normal aðstæður er ég í kringum 25 mínútur. Auðvitað getur ferðin verið erfið en einhver sagði að með því að loka vindgnauðið úti með góðri húfu, buffi og/eða tónlist þá ertu búinn að losa þig við 70% af neikvæðu áhrifum vindsins. Sel það ekki dýrar en ég keypti.

No comments:

Post a Comment