Monday, July 5, 2010

5. júlí

Hlýindin halda áfram og stuttbuxur og þunnur bolur er hæfilegt klæðamagn, m.a.s. á morgnana. En ég er að velta fyrir mér endingunni á dekkjunum sem ég keypti hjá GÁP í vor. Þetta eru fínmynstruð dekk sem ég setti undir eftir páska, sem þýðir að ég er búinn að hjóla á þeim 1200 km og þau eru orðin slétt að aftan. Er það ásættanleg ending? Ég held ekki. Ég hef hins vegar engan samanburð þannig að það er erfitt að rífa kjaft. Mér finnst bara of mikið að þurfa að skipta um dekk eftir hvert sumar, þó þau kosti ekki nema 3000 kall.

No comments:

Post a Comment