Tuesday, November 3, 2009

3. nóvember og myrkrið

Veður: Bjart og svalt, nánast logn. Tunglið umvafið skýjaslæðu sem varpaði daufri birtu yfir borgina. Dæmalaust huggulegt.
Öryggi: Það eru allskyns verur á ferli í myrkrinu, tvífættir og fjórfættir. Fuglarnir skoppa á lítt upplýstum stígunum, kettir skjótast og blindast af beinskeyttum geisla framljósanna. Hundar eru óútreiknanlegir, sem og þeirra eigendur, í bandi eða ekki í bandi. Svo eru það illa upplýstir fótgangendur og kolleggar á hjólum, sem dúkka upp þá og þegar.
Stígarnir voru að mestu þurrir og því ekkert mál að hjóla á sumardekkjunum. Best að láta vikuna líða og sjá hvort kólnar frekar eða hvort stefnir í rauðan nóvember.

No comments:

Post a Comment