Monday, November 2, 2009

2. nóvember

Veður: Kalt í morgun og ansi launhált, sérstaklega í efri byggðum. yfirborð stíga og vega var blautt og því hafði myndast ísing þar sem hiti var í kringum 0-ið. Suðaustanáttin er söm við sig og eftir Skógarselið er mjög auðvelt fyrir mig að hjóla það sem eftir er.
Öryggið: Afturljósið var u.þ.b. að þrotum komið og því hjólaði ég aðallega á gangstéttum og stígum. Það væri ábyrgðarlaust að henda sér út í bílaumferð með enga týru aftaná hjólinu. Atriði númer eitt er að sjást þegar þessi árstími er. Ég er með blikkandi hvítt ljós að framan og blikkandi rautt ljós að aftan. Ljósið að framan gegnir fyrst og fremst þeim tilgangi að vekja athygli á mér en það nýtist nánast ekkert til að sjá framfyrir sig. Sama gildir um ljósið aftaná, því er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli. Blikkandi ljós vekja frekar athygli en þau sem loga stanslaust. Slík ljós renna saman við önnur ljós í umhverfinu, útiljós, götulýsingar o.s.frv. Maður greinir þau varla fyrr en þau eru komin mjög nálægt. Ég mætti einni konu í morgun með blikkandi afturljós framaná og ekkert ljós aftaná. Lengi vel hélt ég að einhver væri á undan mér en svo kom hún bara á móti mér.
Annars lenti ég á umferðarskilti í morgun þegar ég smeygði mér yfir götu á gangbraut. Frekar hallærislegt.

No comments:

Post a Comment