Tuesday, November 29, 2011

29. nóvember

Nú er snjór og hálka á öllum stígum. Yfirleitt hefur tekist nokkuð vel að moka og stígarnir ekki mjög ósléttir. Frostið á það til að bíta í andlitið. Þetta er í sjálfu sér bara hressandi þegar maður er ekki nema um 30 mín á ferðinni í einu. Aðalatriðið er að klæðast vindheldu, þannig dregur maður augljóslega úr vindkælingu. Lambhúshetta og buff fyrir nefinu er ágætis skjól fyrir andlit og höfuð.

No comments:

Post a Comment